Stöðumat
Hæ,
Stundum hefur það nú kosti að vera einhleypur þó að í raun það sé nú kannski ekki alltaf það sem maður vill. Ég sit hérna fyrir utan listasafnið Brandts klædefabrik i Odense og nýt kaffibollans míns sem ég keypti í 7/11 á mjög sanngjörnu verði. Kaffið kannski ekki það besta í heiminum en mjög gott.
Veðrið er frábært og mildur andvari leikur um andlit mitt. Mér hefur oft liðið betur, en síðustu dagar hafa verið pínu erfiðir og verið mjög einmanna. Finnst eins og ég sé fastur eða stend í stað. Mig hefur langað svo að finna það að einhver langar að kynnast mér. Eitthvað sem alla langar að finna og sumir eru svo heppnir að finna.
Eftir langt og gott spjall við vin í gær hefur mér liðið betur og ég held að ég sé tilbúinn að halda áfram. Skilnaðurinn, þrátt fyrir að ég viti að hann sé það rétta fyrir mig og Sólrúnu, hefur verið mér erfiður og ég hef verið mjög brothættur og sjálfsálitið lágt. Vinur minn benti mér á lífsýn sem ég held að allir ættu að taka að einhverju leyti upp og er best lýst á ensku þegar sagt er "do not force it" og láta frekar hlutina svona að einhverju leyti þróast að sjálfu sér. Mjög mikilvægt að sjá lífið frá þessu sjónarhorni að mínu mati. Það hefur tekið smá tíma að komast að þessum punkti og sá vegur hefur verið í gegnum hæðir og lægðir.
Eftir 10 ára samband þá er það ekki einfalt mál að "núllstilla" sig eins og góð vinkona sagði. Það hefur verið mitt höfuðverkefni, með áherslu á höfuðverk ;), síðasta hálfa árið. Þetta hefur ekki verið einfalt og bitnað m.a. á hópfélögum mínum sem ég á vonandi eftir að launa ríkulega til baka.
Næstkomandi laugardag býð ég svo megninu af bekkjarfélögum hingað til mín í "house warming". Hlakka ofsalega til og má segja að það sé smá upphafspunktur fyrir mig. Bjóða fólki á mitt nýja heimili, þar sem ég hef hlutina eins og ég vil hafa þá. Ekki svo að skilja að þetta hafi verið vandamál í mínu gamla sambandi, en þetta er mitt og aðeins mitt. Auðvitað sýnir íbúðin að ég er ekki sá ríkasti, en samt sem áður er ég stoltur af því sem ég hef gert.
Næstu tvo mánuði verður nóg að gera. Samt sem áður hlakka ég til og við erum að fara að vinna að skemmtilegum verkefnum sem hafa stoð í raunveruleikanum og það er ljúft. Munum m.a. vinna fyrir fasteignasölu hér í Odense...hmm hef ég sagt frá þessu áður...og held að það verði mjög, mjög áhugavert.
Jæja ég læt þessu lokið í bili þetta er svona nokkurn vegin endursögn á enska blogginu mína. Það er svo skrítið að stundum á ég betra með að tjá mig á ensku en íslensku. Veit ekki af hverju. Enskan hefur einhvern veginn legið nokkuð vel fyrir mér.
Að lokum vil ég þakka öllum vinum og kunningjum fyrir það eitt að vera til staðar þegar ég hef þurft á þeim að halda,
kveðja,
Arnar Thor
Stundum hefur það nú kosti að vera einhleypur þó að í raun það sé nú kannski ekki alltaf það sem maður vill. Ég sit hérna fyrir utan listasafnið Brandts klædefabrik i Odense og nýt kaffibollans míns sem ég keypti í 7/11 á mjög sanngjörnu verði. Kaffið kannski ekki það besta í heiminum en mjög gott.
Veðrið er frábært og mildur andvari leikur um andlit mitt. Mér hefur oft liðið betur, en síðustu dagar hafa verið pínu erfiðir og verið mjög einmanna. Finnst eins og ég sé fastur eða stend í stað. Mig hefur langað svo að finna það að einhver langar að kynnast mér. Eitthvað sem alla langar að finna og sumir eru svo heppnir að finna.
Eftir langt og gott spjall við vin í gær hefur mér liðið betur og ég held að ég sé tilbúinn að halda áfram. Skilnaðurinn, þrátt fyrir að ég viti að hann sé það rétta fyrir mig og Sólrúnu, hefur verið mér erfiður og ég hef verið mjög brothættur og sjálfsálitið lágt. Vinur minn benti mér á lífsýn sem ég held að allir ættu að taka að einhverju leyti upp og er best lýst á ensku þegar sagt er "do not force it" og láta frekar hlutina svona að einhverju leyti þróast að sjálfu sér. Mjög mikilvægt að sjá lífið frá þessu sjónarhorni að mínu mati. Það hefur tekið smá tíma að komast að þessum punkti og sá vegur hefur verið í gegnum hæðir og lægðir.
Eftir 10 ára samband þá er það ekki einfalt mál að "núllstilla" sig eins og góð vinkona sagði. Það hefur verið mitt höfuðverkefni, með áherslu á höfuðverk ;), síðasta hálfa árið. Þetta hefur ekki verið einfalt og bitnað m.a. á hópfélögum mínum sem ég á vonandi eftir að launa ríkulega til baka.
Næstkomandi laugardag býð ég svo megninu af bekkjarfélögum hingað til mín í "house warming". Hlakka ofsalega til og má segja að það sé smá upphafspunktur fyrir mig. Bjóða fólki á mitt nýja heimili, þar sem ég hef hlutina eins og ég vil hafa þá. Ekki svo að skilja að þetta hafi verið vandamál í mínu gamla sambandi, en þetta er mitt og aðeins mitt. Auðvitað sýnir íbúðin að ég er ekki sá ríkasti, en samt sem áður er ég stoltur af því sem ég hef gert.
Næstu tvo mánuði verður nóg að gera. Samt sem áður hlakka ég til og við erum að fara að vinna að skemmtilegum verkefnum sem hafa stoð í raunveruleikanum og það er ljúft. Munum m.a. vinna fyrir fasteignasölu hér í Odense...hmm hef ég sagt frá þessu áður...og held að það verði mjög, mjög áhugavert.
Jæja ég læt þessu lokið í bili þetta er svona nokkurn vegin endursögn á enska blogginu mína. Það er svo skrítið að stundum á ég betra með að tjá mig á ensku en íslensku. Veit ekki af hverju. Enskan hefur einhvern veginn legið nokkuð vel fyrir mér.
Að lokum vil ég þakka öllum vinum og kunningjum fyrir það eitt að vera til staðar þegar ég hef þurft á þeim að halda,
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli